Skíðagöngumót í Fljótum

Fljotum_motÞað er greinilegur vöxtur í skíðagönguíþróttinni um þessar mundir og má merkja það ekki aðeins af fjölgun þátttakenda í skíðagöngumótum heldur einnig fjölgun göngumóta. Hingað til hafa flest mót verið á vegum SKÍ eða héraðsmót eða innanfélagsmót einstakra skíðafélaga en nú bætist nýtt mót við í flóruna, „Skíðagöngumót í Fljótum“. Ferðafélag Austur-Fljóta stendur fyrir skíðagöngumóti í Fljótum – gömlu höfuðbóli skíðagönguíþróttarinnar – fyrir alla fjölskylduna, laugardaginn 19. apríl 2014 (laugardaginn fyrir páska). Mótið hefst kl. 13:00 og mótsstjóri er Birgir Gunnarsson. Keppt verður í eftirfarandi vegalengdum í öllum aldursflokkum:  3 km, 5 km, 10 km og 20 km. Mótsgjald: 2000 kr. fyrir hvern þátttakanda 16 ára og eldri en 1.000 kr. fyrir þá yngri. Þátttakendur fá fríar veitingar að keppni lokinni í félagsheimili Fljótamanna, Ketilási.
Nánari upplýsingar um mótið fást með því að smella á litlu myndina hér til hliðar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur