Skíðagönguhelgi á Akureyri

Hermannsgangan 2012Nú er stefnt að mikilli skíðagönguhelgi á Akureyri. Föstudag 9. mars og laugardag 10. mars verður haldið bikarmót SKÍ en sunnudag 11. mars verður keppt í Hermannsgöngunni en hún er hluti af Íslandsgöngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgangurinn m.a. að hvetja almenning til að iðka skíðagöngu.

Sundurliðaða dagskrá helgarinnar má sjá hér en í grófum dráttum er dagskráin þannig:


Föstudagur 9. mars kl. 18:
  Sprettganga, hefðbundin aðferð, allir flokkar.
Laugardagur 10. mars kl. 12:  Frjáls aðferð, vegalengd 5 til 15 km eftir aldursflokkum karla og kvenna.
Sunnudagur 11. mars kl. 12:  Hermannsgangan, 24 km, 12 km og 4 km. Nánari upplýsingar á myndinni hér fyrir ofan, smellið á hana til að stækka hana.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum