Skíðagöngubraut í Heiðmörk

Stígurinn byrjar við bílastæði við Hjallabraut.  Blálitaði kaflinn er 2,5 km.
Stígurinn byrjar við bílastæði við Hjallabraut. Blálitaði kaflinn er 2,5 km.

 

Eins og fram kom í nýlegu bréfi frá stjórn Ullar til félagsmanna á Ullur þátt í að leggja stíg í Heiðmörk sem ætlaður verður til skíðagöngu á veturna þegar færi gefst. Nú á sunnudaginn, 5. október, verður unnið að lagfæringum á stígnum sem einkum snúa að því að ná upp grjóti og slétta misfellur. Stefnt er að því að vinna frá kl. 10 á sunnudagsmorgun til kl. 14. Nokkuð af verkfærum verður á staðnum en ágætt að menn grípi með sér reku, best er að vera á stígvélum því moldarjarðvegur er sums staðar og hann er blautur. Ekki væri verra að menn létu formann félagsins (Þóroddur,  doddifr@gmail.com, sími 8619561) vita ef þeir ætla að mæta.

Ef komið er frá Suðurlandsvegi er ekið u.þ.bþ 1 km vestur Hjallabraut. Þar er bílastæði og bíll formannsins merktur Ulli. Einnig má koma eftir Hjallabraut úr Vífilsstaðahlíð. Á kortinu hér til hliðar má sjá hvar nýi stígurinn liggur, blálitaði kaflinn er 2,5 km. Tveir stígar liggja nánast samhliða frá bílastæðinu og það er sá breiðari til vinstri sem er nýi stígurinn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru á nýja stígnum í lok júlí í sumar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur