Í gærkvöldi, fimmtudaginn 11.12., var lagt spor með vélsleða á nýja leið í Heiðmörk sem ætluð er fyrst og fremst til skíðagöngu að vetri og hjólreiða þegar ekki er skíðaspor. Lega sporsins er sýnd með samfelldri blárri línu, brotin lína sýnir leið sem þar sem einnig er fyrirhugað að leggja spor og mynda þannig hring, um 8 km, frá bílastæði við mót Hjallabrautar og vegar um Strípshraun. Á vesturhluta svæðisins utan við skóg er mjög harður snjór og takmarkað spor en trúlega hægt að ganga með frjálsri aðferð.
Þóroddur F.
Skíðagöngubraut í Heiðmörk
- Fréttir, Skíðafæri
Deila
Facebook
Twitter