Skíðafæri í Bláfjöllum, nýjustu fréttir

Það hefur snjóað nokkuð í Bláfjöllum í nótt og nýi snjórinn hylur að mestu sporin sem lögð voru í gær. Ekki verða lögð ný spor með troðara í dag en það er samt ekki ástæða til að láta það aftra sér frá því að fara á skíði. Nokkrir skíðamenn eru þegar komnir á svæðið og þeir verða fljótir að hressa upp á gömlu sporin. Þá er hópur fólks á ferðaskíðum kominn á svæðið og er á leið upp á heiði þar sem er nógur snjór þótt fara þurfi gætilega í hrauninu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur