Skíðaæfingar fyrir Ullunga

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir föstum æfingum fyrir félagsmenn tvisvar í viku frá 20. febrúar og fram að Fossavatnsgöngunni 30. apríl.  Æfingarnar eru ætlaðar þeim sem hafa t.d. tekið þátt í æfingalotu, æfingahelgi og/eða hafa náð grunnfærni í skíðagöngu. Einar Ólafsson hefur yfirumsjón með æfingunum, með dyggri aðstoð skíðagöngumanna með mikla skíðareynslu á bakinu.

Á miðvikudögum kl. 19:30 verða áfangaæfingar ( 1 – 1 ½ klst.) og á laugardögum kl. 11:00 verður langþjálfun (1 ½ – 2 klst.) Fyrsta æfing verður laugardaginn 20. febrúar kl. 11:00.

Æfingarnar eru haldnar í Bláfjöllum þegar þar er opið. Ef æfing fellur niður er það tilkynnt sérstaklega á facebook síðunni.

Fyrir utan hefðbundnar æfingar stefnir hópurinn á:

  • Innanfélagsmót þriðjudaginn 1. mars.
  • Hópferð í Strandagönguna við Hólmavík, 12. mars.
  • Þátttöku í Bláfjallagöngunni þann 2. apríl.
  • Innanfélagsmót þriðjudaginn 5. apríl.
  • Undirbúningsfund í lok apríl vegna Fossavatnsgöngunnar, þar sem farið verður yfir undirbúning, brautina, hæðaprófíl o.s.frv.
  • Þátttöku í Fossavatnsgöngunni á Ísafirði þann 30. apríl.
  • Athugið að þátttökugjald í keppnir og ferðakostnaður er ekki innifalinn í þátttökugjaldinu.

Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð eða skinnskíði) þurfa að vera tilbúnir með skíðin þegar að æfing hefst.

Skráning og greiðslur.
Til að vera þátttakandi á æfingum Ullar þarf að vera skráður í félagið og upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér. Félagsgjald fyrir starfsárið 2015-2016 er 3.200 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2015. Þeir sem yngri eru en 16 ára (fæddir 2000 og síðar) geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.

Nauðsynlegt er að skrá sig í æfingahópinn með því að fylla út skráningarfom sem má finna efst á hægri dálki síðunnar eða með því að smella hér.

Þátttökugjald í föstum æfingum fyrir lengra komna frá 20. febrúar til 30. apríl er 12.000 kr.
Athugið að skráning á æfingarnar tekur ekki gildi fyrr en greiðsla þátttökugjalds hefur farið fram.

Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Senda kvittun á: ullarpostur@gmail.com
Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com og tilgreinið fyrir hvern var greitt.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur