Samráðsfundur um starfsemi Skíðagöngufélagsins Ullar

Þótt skyggnið sé ekki alltaf gott á göngubrautinni þarf Ullur að vita hvert hann stefnir og taka markviss og taktföst skref. Stjórn Ullar boðar því félagsmenn til samráðsfundar um starfsemi félagsins þann 8. október á Bryggjan brugghús við Grandagarð. Við munum reyna að komast að kjarnanum með uppbyggilegri umræðu í litlum hópum og fá síðan að heyra hvaða niðurstöður fást. Stjórnin mun hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem fram koma á fundinum við stefnumótun og skipulagningu félagsstarfsins í vetur. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta. Það eru örugglega mörg áhugaverð sjónarmið uppi sem gaman verður að heyra um. Fundurinn er skipulagður frá 14:30 til 16:30 en fundinn færum við okkur yfir á barinn og höldum umræðunum áfram á óforlegu nótunum.

Engilega látið vita með því að skrifa athugasemd atburðinn á facebook, sem má finna með því að smella hér, eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com um hvort þið komist, svo hægt sé að áætla fjölda þátttakenda.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur