Undanfarin tvö ár hefur Skíðagöngunefnd SKÍ staðið fyrir samæfingu og þjálfaranámskeiði á haustmánuðum í Reykjavík. Þessu verður haldið áfram í ár, þó með örlítið breyttu sniði. Æfingin er ætluð fyrir 13 ára og eldri og verður aðaláherslan lögð á unglingana á þessari æfingu þar sem A-landsliðið er nú búsett erlendis og mætir ekki til leiks. Linus Davidsson, landsliðsþjálfari, stjórnar æfingum og verður einnig með fyrirlestra um þjálfun, markmið o.fl. á milli æfinga. Einnig er vonast til að sem flestir þjálfarar og aðrir áhugasamir komi til að taka þátt í æfingunum, bera saman bækur sínar og vinna saman.
Nánari upplýsingar er að finna í bréfi SKÍ sem má sjá hér.
Ullungar eru beðnir að skrá sig sem fyrst, annað hvort með tölvupósti til Þórodds formanns (doddifr@gmail.com) eða á þann hátt sem bent er á í bréfi SKÍ.
Samæfing/fræðsla í Reykjavík 28.-30. september
- Æfingar, Félagsstarf, Fréttir
Deila
Facebook
Twitter