Á vegum Skíðasambands Íslands hafa verð skipulagðar samæfingar skíðagöngufólks, 12 ára og eldri, þrjár helgar í sumar og haust. Æfingarnar fara fram á Ísafirði, Hólmavík og í Reykjavík og er allt skíðagöngufólk hvatt til að láta þessi tækifæri ekki fara fram hjá sér. Texta bréfs SKÍ má sjá hér fyrir neðan:
Ágæta skíðafólk,
Hér kemur planið yfir samæfingar skíðagöngufólks í sumar og haust. Nú er um að gera að taka frá þessa daga því að við komum til með að velja þátttakendur í verkefni næsta vetur 2013-2014 eftir mætingum, framförum og áhuga.
Ísafjörður: 28.-30. júní , Gisting í Skíðaskálanum Tungudal
Föstudag FH: Hjólaskíði A1, 1:30-2:00 klst. eða skíði?
EH: Hlaup A3, 1:30 klst.
Laugardag FH: Hjólaskíði A1, Tækni, styrkur, jafnvægi, 1:30-2:00 klst. eða skíði?
EH: Hlaup A1, 1:30–2:00 klst.
Sunnudag FH: Inniæfing, styrkur, leikir.
Hólmavík: 2.-5. ágúst, verslunarmannahelgin. Fjölskylduhátíð, tjaldstæði
Föstudag FH: Hjólaskíði A1, 1:30-2:00 klst.
EH: Hlaup A3, 1:30
Laugardag FH: Hjólaskíði A1, Tækni, styrkur, jafnvægi, 1:30-2:00 klst.
EH: Hlaup A1, 1:30–2:00 klst.
Sunnudag FH: Inniæfing, styrkur, leikir.
EH: Skígangur / fjallganga A1-A2, 2:00-2:30 klst.
Mánudag FH: Hjólaskíði Keppni ca. 5 km
Reykjavík: 13.-15. september. Gisting Farfuglaheimilið – Laugardal.
Föstudagur kl. 09:00: Hlaup og skígangur A3
Kl. 15:30: Hjólaskíði hefðb A1-2, ýtingar og styrkur
Laugardagur kl. 09:00: Hlaupatúr A1, 2 – 2:30 klst.
Kl. 15:30: Hjólaskíði A3, sprettir
Sunnudagur kl. 09:00: Inniæfing, styrkur og leikir
Skráning er hjá Bobba (8960528, bobbi@craft.is) og Völu (8217374, hvala@simnet.is). Vinsamlegast athugið að dagskrá getur breyst.
Undir bréfið skrifar Skíðagöngunefnd SKÍ. Frumútgáfu bréfsins má sjá með því að smella á merki SKÍ hér fyrir ofan. Þá birtist pdf-skjal sem upplagt er að prenta út og hengja á ísskápinn til að tryggja að ekkert gleymist!