Samæfingar skíðagöngufólks í sumar

SKÍ mun, eins og undanfarin sumur, gangast fyrir samæfingum skíðagöngufólks og eins og áður eru æfingarnar hugsaðar fyrir alla 12 ára og eldri sem áhuga hafa á skíðagönguíþróttinni. Nú liggur fyrir dagskrá sumarsins og eru helstu atriðin þessi:

12.-15. júní í Reykjavík.  Hér má sérstaklega vekja athygli þjálfara og annara á fyrirlestri hjá Steinari Mundal, fyrrum landsliðsþjálfara Noregs.

15.-18. júlí í Reykjavík.  Skíðaskóli Sævars Birgissonar fyrir krakka fædda 2002-1998. Þeir sem voru á aðalfundi Ullar og hlýddu á frábært erindi Sævars um reynslu hans og markmið eru ekki í vafa um að þetta er einstakt tækifæri fyrir ungt skíðagöngufólk sem vill ná langt í íþróttinni.

11.-14. september á Ísafirði.

Dagskrána í heild ásamt upplýsingum um skráningu o.fl. má sjá hér:   Samaefingar SKÍ 2014.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur