Reykjavíkurmeistaramót: Breyting á dagskrá

Veðurútlit fyrir morgundaginn (föstudag) er ákaflega slæmt og litlar líkur á að hægt verði að fá lagðar nauðsynlegar brautir og halda göngumót með sómasamlegum hætti. Vegna þess hefur verið ákveðið að fresta keppni með frjálsri aðferð frá föstudagskvöldi til sunnudagsmorguns kl. 10:00. Keppni með hefðbundinni aðferð verður samkvæmt áætlun á laugardag og hefst kl. 11:00. Ekki verður séð að veður ætti að verða til vandræða þá.
Notað verður einstaklingsstart í báðum göngunum, keppendur ræstir með hálfrar mínútu millibili, þeir yngstu fyrst og síðan koll af kolli.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur