Rathlaup er einhver vinsælasta sumaríþrótt meðal skandinavískra skíðagöngumanna. Það virðist höfða til sama fólks að bruna um skíðagöngubrautir á veturna og hlaupa um skóga með kort og kompás á sumrin. Rathlaup hefur hins vegar verið lítið þekkt hér á landi þar til fyrir skömmu en Rathlaupsfélagið Hekla hefur starfað af miklum krafti ein tvö ár við að kynna íþróttina. Nú hafa eldhugarnir í Heklu fengið tvo norska afreksmenn í íþróttinni til að flytja fyrirlestra um rathlaup og hlaupaþjálfun í húsnæði ÍSÍ í Laugardalnum miðvikudaginn 9. mars kl. 20. Hér má finna nánari upplýsingar um fyrirlestrana og þeir skíðagöngumenn, sem vilja finna sér eitthvað skemmtilegt að gera á sumrin líka, ættu að líta á vef Heklu, http://rathlaup.is/
Rathlaup, hvað er það?
- Ýmislegt
Deila
Facebook
Twitter