Páskar í Bláfjöllum – skálinn – páskaeggjatrimm Góu

Skáli Ullunga verður öllum opinn frá kl 10 til 17 frá og með skírdegi og til og með annars í páskum. Fólk er hvatt til að koma þar við og nota aðstöðuna, börn fá lánuð skíði og fullorðnir geta leigt.

Páskatrimm verður á laugardag eða sunnudag eftir því hvernig veðurhorfur verða og fá þá allir sem fara á gönguskíði og skrá sig í skálanum á nánar tilteknum tíma númer sem dregið verður úr, fjórir heppnir fá páskaegg frá GÓU og börnin fá gullegg. Fylgist með hér á heimasíðunni eða Facebook.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur