Það er óhætt að segja að Snorri Einarsson, sem keppir fyrir Skíðagöngufélagið Ull, hafi skráð sig endanlega á spjöld íslenskrar skíðagöngusögu með árangri sínum á heimsmeistaramótinu í Slóveníu sem nú er ný lokið. Eftir að hafa átt frábært mót framan og endað 28. sæti í skiptigöngu, 22. sæti í 15 km F og 22. sæti í liðasprett, bætti Snorri um betur og endaði í 15. sæti í 50 km H sem jafn fram var lokagreinin á mótinu. Áður átti Snorri best 18. sæti í 50 km F frá því í Seefeld fyrir 4 árum.
Þetta er því besti árangur sem íslenskur skíðagöngumaður hef náð á heimsmeistaramóti. Algjörlega frábær árangur! Til hamingju Snorri!