Orkugöngunni frestað til sunnudags.

Mótsstjórn Orkugögunnar hefur tekið þá ákvörðun að fresta Orkugöngunni og göngum í styttri vegalengdum til sunnudagsins 13. apríl.
Tímasetningar í rútu að rásmarki og rástímar eru að öðru leyti óbreyttir.
Afhending mótsgagna fer fram í Hvalasafninu við Húsavíkurhöfn laugardaginn 12. april frá kl. 16 – 18, einnig við rásmark.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar á netfangið jonamatt@talnet.is Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda ykkur en öryggi ykkar er í fyrirrúmi.
fh. Mótsstjórnar
Jóna Matt

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur