Orkugangan 2014

Orkugangan 2014 verður haldin laugardaginn 12. apríl.

Auk 60 km göngu verður boðið upp á styttri vegalengdir, Buch skíðagönguna, 25 km, 10 km og 1 km.
Orkugangan gefur stig til  Íslandsgöngu Skíðasambandsins.  Allar vegalengdir eru gengnar með hefðbundinni aðferð.
Rásmark Orkugöngunnar er við Kröflu, rásmark 25 km er við Þeistareyki, rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn og 1 km gangan er gengin á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði.

Dagskrá Orkugöngunnar

Föstudagur 11. apríl:

18:00 – 21:00, afhending mótsgagna í Hvalasafninu Húsavík, staðsett við Hafnarstétt
Mótsgögn verða einnig afhent við rásmarkið á keppnisdag

Laugardagur 12. apríl:

Rástímar:

Orkugangan 60 km:       kl. 10:00 – kl. 09:00 fyrir þá sem áætla göngutíma meiri en 6 klst.
Buch gangan 25 km:     kl. 11:00
Buch gangan 10 km:     kl. 12:00
1 km fyrir 12 ára og yngri  kl. 13:00

Verðlaunaafhending og kjötsúpa að Fosshótel Húsavík frá kl. 15:30 – 18:00.
Athugið opið í Sundlaug Húsavíkur til kl. 18:00

Ferðir:

Boðið er upp á rútuferð frá Íþróttahöllinni á Húsavík að rásmarki  við Kröflu, kl 7:45  fyrir þá sem taka þátt í 60 km göngunni.  (Þeir sem vilja fá akstur úr Reykjahlíð að Kröflu mæta við Verslunina Strax í Reykjahlíð  kl. 8:30)
Boðið er upp á rútuferð frá Íþróttahöllinni á Húsavík að rásmarki á Þeistareykjum kl. 09:30 fyrir þá sem taka þátt í 25 km göngu.

Nauðsynlegt er að skrá sig í rútuferðir frá Húsavík og Mývatnssveit, gjald í rútuferðir er kr. 1.000-
Einnig er akstur frá endamarki að Íþróttahöllinni á Húsavík.

Skráning er á netfangið info@orkugangan.is  og skráning í Orkugönguna er opin á vefnum www.orkugangan.is Skráning lokar miðvikudaginn 9. apríl.

Skráningargjald:

60 km ganga – 6.000 kr
25 km ganga – 3.000 kr
10 km ganga  – 3.000 kr
1 km ganga – ókeypis

Ullungar eru hvattir til að fjölmenna.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur