Orkugangan 11. apríl 2015

Orkugangan_2015Íslandsgangan heldur áfram og næst í röðinni er lengsta gangan, hin 60 km langa Orkuganga þar sem gengið er frá Kröflu langleiðina til Húsavíkur. Jafnframt eru þó í boði styttri vegalengdir, Buch-gangan, þar sem velja má um 25 km og 10 km auk 1 km fyrir 12 ára og yngri. Auk Orkugöngunnar verður boðið upp á sér keppni, 60 km göngu með frjálsri aðferð (skaut) en þeir sem velja þá aðferð teljast ekki keppendur í Íslandsgöngunni þar sem slíkt samræmist ekki reglugerð um Íslandsgöngur.

Gangan fer fram laugardaginn 11. apríl og má sjá allar upplýsingar um þessa myndarlegu gönguhátíð á heimasíðu Orkugöngunnar, http://www.orkugangan.is/. Með því að smella á myndina hér fyrir ofan má sjá auglýsingu um Orkugönguna.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur