Ólympíuleikar í sjónvarpi

Vetrarólympíuleikarnir í Sochi verða fyrirferðarmiklir í íslensku sjónvarpi og það verður varla á færi nokkurs manns að fylgjast með öllu. Til að auðvelda skíðagöngufólki að skipuleggja tíma sinn hafa þeir dagskrárliðir RÚV, sem fjalla um einhvers konar skíðagöngu, þ.e.a.s. skíðagöngu, skíðaskotfimi og norræna tvíkeppni, verið settir inn á viðburðadagatal Ullar. Enn hefur dagskráin ekki verið birt lengra fram í tímann en til 18. febrúar en framhaldinu verður bætt inn þegar það liggur fyrir. Viðburðadagatalið má finna undir fyrirsögninni „Um félagið“ á svörtu línunni hér fyrir ofan. Njótið vel, en látið samt ekki sjónvarpið koma í veg fyrir að þið farið sjálf á skíð!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur