Gunnar Birgisson keppti í sprettgöngu í dag á Olympíuhátíð Evrópuæskunnar í Tékklandi. Gengið var með hefðbundinni aðferð 1,15 km. Gunnar varð nr. 68 af 85 keppendum sem er fínn árangur. Sindri Freyr frá Akureyri varð nr. 80 í þessari sömu keppni. Keppendur í þessum flokki eru fæddir 1993 og 1994 en Gunnar er fæddur 1994 og það voru ekki nema 12 jafnaldrar hans á undan honum.
Þeir félagar lentu í hremmingum í gær þar sem skíðin þeirra bárust ekki til Tékklands fyrr en í nótt. Gunnar varð að hætta í hefðbundinni 10 km göngu í gær á lánsskíðum jafn löngum og honum með 150 sm stafi og í skóm nr 46. Þessi búnaður fór ekki vel með bakið.
Frjáls aðferð á morgun.
Þóroddur F.