Nú viðrar ekki vel til skíðagönguæfinga og því ágætt að nýta tímann í annan undirbúning. Við vildum því benda Ullungum á þetta ókeypis hlaupanámskeið og Karlahlaup Krabbameinsfélagsins 1. mars.
Komdu á ókeypis undirbúningsnámskeið til að undirbúa þig fyrir Karlahlaupið.
Farið verður yfir það helsta sem hafa þarf í huga í tengslum við hlaup og hvernig best er að fara af stað. Fjallað verður um ýmis hagnýt atriði í fyrirlestri og einnig farið út á hlaupabraut (innanhúss) og hugað að upphitun, teygjum og hlaupunum sjálfum.
Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru aðeins lengra komnir. Af stað nú, taktu skref í rétta átt !
Leiðbeinandi er Torfi H. Leifsson (torfi@hlaup.is) sem sjálfur hefur stundað hlaup í meira en 25 ár og staðið fyrir hlaupanámskeiðum um árabil. Á námskeiðinu sem hér er boðið upp á er stiklað á stóru úr þeim námskeiðum.
Námskeiðið er ókeypis og tvær tímasetningar í boði:
Sunnudagur 9. febrúar 10.30 – 12.00 í Kaplakrika
Sunnudagur 23. febrúar 10.30-12.00 í Laugardalshöll
Nánari upplýsingar og skráning: