Skíðafélag Siglufjarðar Skíðaborg mun halda fyrsta fjallaskíðamót landsins föstudaginn langa, 18. apríl 2014. Mótið hefst í Fljótum og verður gengið frá Heljartröð yfir Siglufjarðarskarð í átt að Illviðrishnjúki, meðfram skíðasvæðinu í Skarðsdal og niður til Siglufjarðar. Keppnisleiðin er krefjandi og því mikil ögrun fyrir þátttakendur. Vegleg og óvænt verðlaun eru í boði fyrir keppendur í karla- og kvennaflokki.
Ofurtröllamótið á Tröllaskaga verður alþjóðlegt og er tilgangurinn þess m.a. að vekja athygli umheimsins á líkamsrækt í náttúrulegu umhverfi og vetraríþróttum á Tröllaskaga, hreinleika svæðisins svo og sjálfbærni í óspilltri náttúru. Loks er mótið haldið í fjáröflunarskyni fyrir Skíðafélag Siglufjarðar.
Nánari upplýsingar fást með því að smella á litlu myndina hér til hliðar.
Ofurtröllamót á Tröllaskaga
- Fréttir, Keppni
Deila
Facebook
Twitter