Ofurganga 2011 á Akureyri á laugardaginn

Eftirfarandi hefur borist frá Kára Jóhannessyni:

Komið þið sæl.
Þann 3. desember næstkomandi heldur SKA Ofurgöngu 2011, en það verður í þriðja skipti sem mótið er haldið.
Ofurganga SKA er skíðagöngukeppni þar sem markmiðið er að ganga sem flesta kílómetra. Startað verður kl. 10 með hópstarti, markinu verður lokað klukkan 15 og keppendur ljúka þeim hring sem þeir eru byrjaðir á. Í þessu móti gilda almennar reglur um mótahald eins og t.d. einungis eitt skíðapar á hvern keppanda, mönnum er frjálst að smyrja skíðin sín sjálfir, án aðstoðar.
Keppendum er frjálst að stoppa eins oft og þeim hentar eða skipta göngunni upp í eins marga hluta og hverjum og einum hentar.
Keppt verður í kvenna- og karlaflokki 16 ára og eldri.
Drykkjarstöð verður við gönguhúsið og verður boðið uppá orkudrykk, brauð og súpu.
Þátttökugjald er 1500 kr.
Skráning og allar frekari upplýsingar í netfanginu: ganga@internet.is
Með von um að sjá sem flesta í Hlíðarfjalli 3. des. Hér er auglýsing um gönguna!

kv. Kári

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur