Öðrum degi SMÍ lokið

Öðrum degi Skíðalandsmóts Íslands (SMÍ) er nú lokið en keppt er í Hlíðarfjalli á Akureyri. Keppt var með frjálsri aðferð og gengu karlarnir 15 km en konurnar 10 km. Hlutskarpastur karla megin var Ullungurinn Snorri Einarsson en kvenna megin var það Gígja Björnsdóttir frá Akureyri. 

Hægt er að lesa nánar um úrslit dagsins hér.

Snorri Einarsson, Ulli – Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Á morgun lýkur svo keppni en þá verður keppt í 10/5 km göngu með hefðbundinni aðferð og hefst keppni kl. 17:00

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur