Nýliðaæfingar fyrir Ullunga

Skíðagöngufélagið Ullur stendur fyrir 6 skipta æfingalotu fyrir félagsmenn frá 24. febrúar. Æfingarnar eru annars vegar ætlaðar nýliðum í sportinu, lítt vönu skíðagöngu, t.d. hlaupurum sem stefna á að verða landvættir. Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira. Yfirþjálfari verður Einar Ólafsson með vaska kappa sér til aðstoðar sem allir eru mjög vanir skíðagöngumenn með áratuga skíðareynslu á bakinu.

Æfingarnar verða á miðvikudögum kl 18:00 í Bláfjöllum nema annað sé auglýst. Fyrsta æfing verður 24. febrúar og sú síðasta þann 6. apríl. ATH, engin æfing verður miðvikudaginn 23. mars sem er í dymbilvikunni.

Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem æfingarnar fara fram.

Þeir sem eru með smurningsskíði (ekki riffluð) þurfa að vera búnir að undirbúa skíðin sín fyrir kl. 18:00. Byrjað verður inn í skála Ullunga þar sem farið verður yfir helstu atriði í sambandi við skíðagönguna. Einnig verður farið mjög stutt yfir smurningu áburðar. Gert er ráð fyrir að a.m.k. einn tíminn fari í smurningskennslu á höfuðborgarsvæðinu miðað við veðurspá (slæmt veður og ekki hægt að hafa skíðakennslu upp í fjalli, nánari staðsetning auglýst síðar). Þegar tvísýnt verður um veður í Bláfjöllum munum við auglýsa hvort af æfingu verður og/eða hvort við flytjum hana í Heiðmörkina eða á golfvöllinn í Garðabænum. Fylgist með á Facebook-síðu Ullunga. Spurningar varðandi æfingalotuna er hægt að senda á Facebook síðu Ullunga. Athugið, einungis er hægt að fá leigð skíði hjá félaginu ef æfingin fer fram í Bláfjöllum.

Skráning og greiðslur.

Til að vera þátttakandi á æfingum Ullar þarf að vera skráður í félagið og upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér. Félagsgjald fyrir starfsárið 2015-2016 er 3.200 kr. fyrir hvern félagsmann 16 ára og eldri og miðast það við þá sem verða 16 ára á árinu 2015.  Þeir sem yngri eru en 16 ára (fæddir 2000 og síðar) geta skráð sig í félagið en greiða ekki félagsgjald.

Vikuleg æfing frá 24. feb. til 6. apríl kostar kr. 9.000. Til að skrá sig í æfingalotuna, Nýliðar 3,  þarf að fylla út skráningarformi’ sem má finna efst í hægri dálki síðunnar eða með því að smella hér. Skráningar taka gildi þegar að greiðsla skráningargjalds hefur farið fram.

Greiðsluupplýsingar:
Skíðagöngufélagið Ullur
Kennitala: 600707-0780
Reikningsnúmer: 0117-26-6770
Senda kvittun á: ullarpostur@gmail.com

Vinsamlega greiðið aðeins eitt gjald í hverri færslu þannig að hægt sé að sjá fyrir hvaða félagsmann er verið að greiða eða sendið póst á ullarpostur@gmail.com og tilgreinið fyrir hvern var greitt.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur