Nýjar æfingalotur fyrir byrjendur og lengra komna og skautanámskeið

Á laugardaginn 10. mars hefjast  3 ný námskeið hjá Ulli.  Þetta eru: 6 skipta námskeið fyrir byrjendur, 4 skipta framahaldsnámskeið og svo 4 skipta skautanámskeið. Nánari lýsing á námskeiðunum fylgir hér neðar í póstinum en hægt er að skrá sig námskeiðin á verslun.ullur.is.

Til að vera þátttakandi á þessum námskeiðum Ullar þarf að vera skráður í félagið.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að skrá sig í félagið má finna hér.

Athugið, einungis er hægt að fá leigð skíði hjá félaginu ef æfingin fer fram í Bláfjöllum.
Verð á skíðaleigu með námskeiði er 2.000 kr. skiptið (fullt verð 3.000 kr. )

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.
Smelltu hér til að skoða staðsetningu Ullarskálans í Bláfjöllum, þar sem námskeið og æfingarnar fara fram.

Byrjendanámskeið, 6 skipti: Námskeiðið er ætlað byrjendum. Farið verður í alla helstu þætti skíðagöngunnar eins og skíðatækni, klæðnað, smurningu og fleira.
Verð: 12.000.- kr.

Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Laugardaginn 10.3 kl. 11:00
Sunnudaginn 11.3 kl. 11:00
Miðvikudaginn 14.3 kl 18:00
Fimmtudaginn 15:3 kl. 18:00
Sunnudaginn 18.3 kl. 13:30
Miðvikudaginn 21.3 kl. 18:00

Framhaldsnámskeið, 4 skipti:  Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa verið áður á námskeiðum hjá Ulli.
Verð: 8.000.- kr.

Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Laugardaginn 10.3 kl. 12:30
Sunnudaginn 11.3 kl. 12:30
Miðvikudaginn 14.3 kl 19:30
Miðvikudaginn 21.3 kl. 19:30

Skautanámskeið, 4 skipti: Athugið, ekki er hægt að nota skinnskíði eða riffluð skíði. Það er þó hægt að nota venjuleg smurningsskíði þó best sé að vera á skautaskíðum, skauta- eða kombi skóm og 10 cm hærri stafi en í hefðundinni göngu.
Verð: 8.000.- kr.

Kennslan fer fram á eftirfarandi dögum:
Laugardaginn 10.3 kl. 10:30 (athugið breyttan tíma frá áður auglýstum tíma)
Sunnudaginn 11.3 kl. 10:30 (athugið breyttan tíma frá áður auglýstum tíma)
Þriðjudaginn 13.3 kl 18:00
Fimmtudaginn 15.3 kl. 18:00

 

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur