Nýfallinn snjór í Bláfjöllum

Nú berast þær fréttir úr Bláfjöllum frá Þóroddi formanni að þar sé 20 cm nýfallinn snjór yfir öllu og öskublandaði snjórinn sem féll í síðustu viku þar með gleymdur og grafinn. Þó er sá gallinn á að troðarinn, sem notaður er fyrir brautargerð, er bilaður og verður ekki kominn í gagnið fyrr en í fyrramálið. Það verður þó reynt að bæta úr brautarleysinu með því að troða hring með öðrum troðara en sporið verður ekki eins fullkomið og annars hefði orðið. Það er þó engin ástæða til annars en að drífa sig á skíði, það myndast fljótlega nothæft spor þar sem margir ganga.

Nýjustu fréttir kl. 19:  Verið að leggja spor á 3-4 km hring!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur