Nú er komið að æfingabúðum á Ísafirði!

Nú er allt að verða klárt fyrir hinar árlegu og sívinsælu æfingabúðir Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði. Allar aðstæður lofa góðu, verið er að troða 2,5 km hring á Seljalandsdal og eins og sjá má hér er veðurútlit ágætt. Þótt hann blási hryssingslega í dag verður allt annað uppi á teningnum á morgun og lítur út fyrir gott ferðaveður, bæði í lofti og á landi. Dagskrána má sjá hér en samkvæmt henni hefst fyrsta æfing kl. 19 á morgun, fimmtudag 24. nóvember.
Sjálfsagt er að reyna að stilla ferðakostnaði í hóf og þeir, sem hafa laus sæti í bílum eða óska eftir fari eru hvattir til að tjá sig með því að „rita ummæli“ við þessa færslu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur