Námskeiðin næstu helgi

Það reyndist óhjákvæmilegt að fresta námskeiðum sem áttu að vera um síðustu helgi til þeirrar næstu og þeir, sem voru skráðir á þau, færast sjálfkrafa á samsvarandi námskeið um næstu helgi. Nokkrir hafa þó beðið um að vera færðir á önnur námskeið og hefur verið reynt að verða við öllum slíkum óskum. Öllum, sem voru skráðir, var boðið að færa sig á námskeið sem haldið var í gærkvöldi en undirtektir voru litlar, aðeins átta komu og ekki verður reynt að halda fleiri kvöldnámskeið í vikunni.

Fullbókað (og jafnvel yfirbókað í skíðaskóna!) er á tvö námskeið um helgina, það fyrsta og það síðasta. Ef einhverjir, sem eru skráðir á þau, vilja hætta við eru þeir vinsamlega beðnir að láta okkur vita með tölvupósti á ullarpostur@gmail.com. Enn eru nokkur laus pláss á laugardag 26. janúar kl. 14 og sunnudag 27. janúar kl. 11 og er nú aftur hægt að skrá sig á þau gegnum myndina efst í dálkinum hér til hægri.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur