Æfingahópur Ullar

Æfingahópur Ullar er í startholunum og ætlar að æfa saman tvisvar til þrisvar í viku á sama tíma og sama stað og barna- og unglingaæfingarnar. Æfingarnar eru ýmist skíða eða hlaupaæfingar ásamt léttum æfingum. Æfingarnar eru skv. leiðbeiningum frá þjálfara en nokkrir meðlimir munu skiptast á að leiða æfingarnar. Aðalatriðið er þó að sjálfsögðu að hreyfa sig og hafa gaman í skemmtilegum félagsskap.