Námskeiðið í dag er fullbókað! En það verða fleiri námskeið þannig að þeir sem misstu af þessu fá annað tækifæri.
Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta sig í skíðatækni. Fyrsta námskeiðið verður fimmtudaginn 12. janúar og hefst kl. 18:00 við skála Ullunga í Bláfjöllum. Þátttakendur eru beðnir að mæta kl. 17:30 og námskeiðinu lýkur kl 19:30.
Þátttökugjald er kr 1.000 og greiðist á staðnum. Hægt er að leigja (takmarkaður fjöldi) gönguskíði og skó til að nota á námskeiðinu fyrir 500 kr.
Æskilegt er að fólk skrái sig á námskeiðið svo hægt sé að undirbúa það sem best, t.d. að tryggja hæfilegan fjölda kennara. Best er að skrá sig með því að smella á myndina efst í dálkinum hér til hægri og fylla í reitina á síðunni sem þá birtist.
Ef einhverjar spurningar vakna er ágætt að bera þær fram með því að „rita ummæli“ við þennan pistil, þá verður þeim svarað.
Á myndinni má sjá hvar skála Ullunga er að finna. Smelltu á myndina til að stækka hana!