Námskeið hjá Ulli veturinn 2018-2019

Veturinn 2018-2019 verða eftirfarandi námskeið í boði hjá Ulli

ATH! Dagsetningar eru með fyrirvara um að aðstæður séu fyrir hendi til að halda námskeið.

Skráning og nánari upplýsingar er að finna á verslun.ullur.is

Byrjendanámskeið (1 skipti)

Byrjendanámskeið eru 1 skipti og kostar námskeiðið 3.000 kr.  Þeir sem þurfa að fá lánaðan búnað greiða 2.000 kr. að auki en ekki má treysta því að fleiri en 15 geti fengið lánaðan búnað á hverju námskeiði.

Nánar auglýst síðar, þ.e. þegar aðstæður leyfa.

Námskeið (6 skipti)

Námskeið fyrir byrjendur og til upprifjunar: Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 18:00 og einn laugardag kl. 10:30, sex skipti samtals. Rúmlega viku hlé verður gert á kennslu til þess að þátttakendur geti æft það sem farið var yfir á fyrstu dögum námskeiðisins. Hluti af námskeiðinu verður smurningskennsla og verður hún haldin þegar/ef veður verður vont einhvern daginn. Fylgist með á Facebook síðu Ullar varðandi breytingar vegna veðurs.

Verð: 12.000.- kr og aðild að Ulli er skilyrði.

Íslandsgönguæfingar

Samæfingar fyrir almenning sem verða haldnar einu sinni í viku, á miðvikudögum kl. 20:00. Farið verður í áfangaþjálfun, langþjálfun, spretti og ýmsar aðrar þjálfunaraðferðir undir handleiðslu reynds þjálfara. Fyrir hverja æfingu verður lagt upp með ákveðin atriði í tækni og þjálfunaraðferðum en ekki verður unnt að fara ýtarlega í tækniæfingar á þessum æfingum.

Ætlast er til að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu og/eða lokið a.m.k. einu 6 skipta námskeiði hjá Ulli. Fyrsta æfing hefst 9. janúar kl. 20:00. Tilvalið fyrir þau sem stefna á Íslandsgöngu(r) í vetur eða aðrar lengri göngur.

Verð: 20.000,- fyrir fjóra mánuði og aðild að Ulli er skilyrði

Skautanámskeið (2 skipti)

Skautanámskeið verða í 2 skipti og kennt laugardagana 12. og 19. janúar klukkan 9:00. Ætlast er til þess að þátttakendur hafi einhverja reynslu af skíðagöngu.

Verð: 5.000,- kr og aðild að Ulli er skilyrði.

Námskeið fyrir sérhópa

Vinir, vinnufélagar og aðrir hópar geta tekið sig saman og pantað sér námskeið, eitt eða fleiri skipti, með því að senda póst á ullarpostur@gmail.com. Lágmarksfjöldi er 6 manns.

 

Vakin er athygli á því að eins og á öðrum skíðasvæðum þarf að kaupa skíðakort sem gildir í brautirnar í Bláfjöllum en það er ekki innifalið í námskeiðum sem haldin eru á svæðinu.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur