Námskeið helgarinnar – BREYTING

Nokkuð ljóst er að veður á sunnudag verður mjög óhagstætt og hefur verið ákveðið að fella námskeið þann dag niður.

Námskeið á morgun, laugardag, verð óbreytt, kl 11 og 14, en hægt er að bæta fleirum við á bæði námskeiðin úr hópi þeirra sem skráðir voru á sunnudaginn EF FÓLK ER MEÐ SINN SKÍÐABÚNAÐ. Þeir sem vildu notfæra sér þetta fara inn á heimasíðu Ulls og skrá sig þar á ný. Minnum þá sem þurfa að leigja skíði hjá Ulli að mæta a.m.k. 30 mín fyrir byrjun námskeiðsins.
Þóroddur F.

Við þetta má bæta að nú hefur verið opnað fyrir skráningu á námskeiðin á morgun fyrir þá sem voru skráðir á sunnudag. Aðrir komast ekki að á þessum námskeiðum. Á fyrra námskeiðinu, kl. 11, komast þeir einir að sem hafa sinn eigin skíðabúnað. Á seinna námskeiðinu, kl. 14, er enn hægt að fá lánuð skíði. Ef þau klárast verður getið um það á skráningarforminu.
Guðmundur Hafsteinsson

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur