Myndir úr Bláfjallagöngunni

P1000859Vefnum hafa borist ágætar myndir úr Bláfjallagöngunni og eru þær komnar í myndasafnið sem má finna með því að smella á mynd í dálkinum hér til hægri (neðan við auglýsingarnar). Það er Finnur Birgisson sem á heiðurinn af þessum myndum og er honum hér með þakkað fyrir. Það hljóta allir sem skoða þessar myndir og létu þennan dýrðardag fram hjá sér fara að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki verið með!

Ef fleiri luma á myndum úr Bláfjallagöngunni eða Unglingalandsmótinu, sem fer fram í Bláfjöllum nú um helgina, og væru fúsir til að leyfa okkur að birta þær á myndavefnum væri gott að frétta af því, t.d. með tölvupósti til ullarpostur@gmail.com.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur