Mótaskrá SKÍ veturinn 2013-2014

Mótaskrá SKÍ, ganga, 2014Mótaskrá SKÍ fyrir komandi vetur liggur nú fyrir. Hana má skoða með því að smella á litlu myndina hér til hliðar en einnig má finna hana undir „Æfingar og keppni“ í svörtu línunni efst á síðunni. Á mótaskránni sést að hin stóra helgi Ullunga er 14.-16. febrúar 2014 en þá fer Bláfjallagangan fram og einnig bikarmót í göngu fyrir alla aldursflokka 13 ára og eldri. Ullungar eru því hvattir til að taka þessa helgi frá strax, helst til að keppa í þessum mótum en annars til að aðstoða við mótahaldið eða a.m.k. til að koma og fylgjast með spennandi keppni!

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur