Merking á færslum

Eins og þið hafið væntanlega tekið eftir eru færslur á forsíðunni merktar höfundi. Reyndar er það ekki alveg óbrigðult því það, sem sent er með tölvupósti, er merkt mér, væntanlega vegna þess að ég er „Administrator“ síðunnar. Það er hægt að laga þetta eftir á, a.m.k. get ég gert það, en ég veit ekki hvort ykkar réttindi sem „Author“ duga til að breyta færslum sem eru merktar mér. Það kemur í ljós þegar þið prófið að breyta færslum sem þið senduð í tölvupósti.

En þið getið reyndar ráðið því hvernig ykkar færslur eru merktar. Ef þið finnið „Reikningurinn minn“ allra efst og lengst til vinstri á WordPress-viðmótinu og  veljið „Edit My Profile“ sem er næstefsta lína í fellivalmyndinni þar á bak við fáið þið lista með helstu upplýsingum um ykkar tengsl við WordPress. Þar er lína merkt „Display name publicly as“. Ef reiturinn þar fyrir aftan er auður verða færslur merktar notandanafni (holmfridur, doddi1, agga53, …). Ef þið viljið nota aðra undirskrift skuluð þið skrá hana þarna, t.d. „Þóroddur F.“ eins og flestar færslur á gamla vefnum hafa verið merktar upp á síðkastið.

Svo mæli ég líka með að þið setjið inn myndir af ykkur til að nota með færslunum. Þessar handahófsvöldu klippimyndir verða held ég leiðigjarnar.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur

Gróðursetning í Bláfjöllum