Markaðstorg

Það hefur oft komið til tals og ýmsir hafa óskað eftir að hér á vefnum verði hægt að auglýsa skíðabúnað til sölu eða óska eftir búnaði til kaups. Nú hefur verið gerð svolítil tilraun með þetta og með því að smella á „Markaðstorg“ í síðulistanum hér efst á síðunni (svarta línan) fæst síða þar sem fyrirkomulaginu er lýst. Þar eru t.d. krækjur til að skrá auglýsingu og til að sjá hvaða auglýsingar eru í gildi.

Einnig má benda á Facebook-síðu félagsins. Allir, sem „líkar við“ síðuna geta sett þar auglýsingar um skíðagöngubúnað og annað sem tengist skíðagöngu. Auglýsingar sem ekkert tengjast skíðagöngu verða hins vegar fjarlægðar þaðan.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur