Nú er Íslandsgöngunni lokið og endanleg stigatafla komin á vef SKÍ og einnig hingað á vef Ullar: Lokastaða 2014. Þar má t.d. sjá að 133 luku einni eða fleiri Íslandsgöngum í vetur, líklega fleiri en nokkru sinni fyrr. Munar þar mest um fjölgun í Fossavatnsgöngunni og Bláfjallagöngunni. Hlutur Ullunga í stigakeppninni er góður, nafn félagsins kemur þar fyrir 36 sinnum. Frammistaða Ullarkvenna er sérlega glæsileg en þær sigruðu í öllum aldursflokkum og í flokki kvenna 50 ára og eldri eru sex af níu konum sem komust á blað félagar í Ulli.
Lokastaða Íslandsgöngunnar komin á vefinn
- Keppni
Deila
Facebook
Twitter