Lokahátíð Ullunga verður í Bláfjöllum í dag og þurfa allir að mæta fyrir kl 12:00 en þá verður ræst í leika dagsins en að þeim loknum verða grillaðar pylsur handa öllum.
Í fyrradag var lagt um 5 km spor sem áreiðalega hefur haldist nokkuð gott ef vélsleðamenn hafa ekki ekið meira um það en búið var að gera í gærmorgun. Nægur snjór er um alla heiði og auðvelt að fara 20-30 km hring utan spora.
Í morgun kl 08 var 4-5 °frost og því áreiðanlega mikið harðfenni en við vonumst til að sólin verði búin að mýkja það um hádegisbil.
Sjáumst á eftir
Þóroddur F.