Lokadagur Andrésarleikanna

Andrésarleikunum er lokið með boðgöngu og áttu Ullungar eina sveit í hvorum flokki.
9-11 ára, Birgitta. B, Arna E. og Hlín E lentu í 5 sæti af 11.
12-14 ára, Harpa Ó, Málfríðu E. og Gústaf D lentu í 6 sæti af 6.

Glæsileg frammistaða hjá öllum þátttakendum í Andrésarleikunum og ljóst að þátttakendur, bæði keppendur og fylgdarlið lærðu margt sem við tökum með okkur í veganesti og nýtum okkur í æfingum næsta árið.

Það var sérstaklega gaman að fylgjast með unga fólkinu sem allt lagði sig fram og gerði sitt besta, þau eru frábær fyrirmynd og verða án efa hvatning fyrir unga og aldna að stunda skíðagöngu af enn meiri krafti næsta vetur.

Líklegt er að síðasta göngumót á vegum Ullunga verði í Bláfjöllum þann 1. maí, nánar um það síðar.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur