Lok vetrarstarfs Ullunga – upphaf sumarstarfs

Sæl verið þið.
Lokahátíð Ullunga verður í Heiðmörk á sunnudaginn frá kl 16:30-19 og verður fyrir alla fjölskylduna.
Mæting er við Þorgeirsstaði, ekið upp Heiðarveginn frá brúnni við Elliðavatn, framhjá Borgarstjóraplani og upp á enda þar sem hann beygir 90° til vestur og bílum lagt á planið við beygjuna. Húsið er svo inni í skóginum á hægri hönd þegar gengið er niður veginn.
Dagskrá hefst við húsið með léttum ratleik kl 16:30 undir stjórn Guðmundar Hafsteinssonar sem mun kynna ratleiki sem lið í sumarþjálfun skíðagöngufólks. Að leiknum loknum verður grillað og spjallað um veturinn og starfið framundan.
HVER og einn kemur með eitthvað á grillið og drykkjarföng.
Félagið mun sjá um að koma með grill eða og grillkol, pappadiska, glös og hnífapör einnig meðlæti á pylsur og hrátt salat með kjötinu/fiskinum. Til að áætla hvað þarf að koma með af þessu er fólk vinsamlegast beðið um að senda tölvupóst á Doddi1@hive.is í síðasta lagi um hádegi á sunnudag.
Koma svo – fjölmennið.
Þóroddur F. Þ.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur