Við munum halda upp á lok skíðavertíðarinnar á laugardaginn. Lagt verður skíðaspor á föstudaginn og vonandi upp á heiði og er hugmyndin að ganga þangað, mæting kl 10 og grilla síðan pylsur við skálann um kl 13 og afhenda verðlaun fyrir Reykjavíkurmótið.
Vegna innkaupa fyrir grillhlutann er æskilegt að fá upplýsingar um hverjir ætla að mæta og þurfa þær að berast fyrir kl 16 á föstudaginn á netfangið doddifr@gmail.com.
Hvetjum alla Ullunga til að mæta.
Þóroddur F.
Lok skíðavertíðarinnar 2014
- Félagsstarf
Deila
Facebook
Twitter