Lok skíðavertíðar í Bláfjöllum á morgun, 9. maí.

Uppskeruhátíðin í fyrra tókst með eindæmum vel eins og geta má sér til af myndinni. Hún verður varla síðri í ár!
Uppskeruhátíðin í fyrra tókst með eindæmum vel eins og geta má sér til af myndinni. Hún verður varla síðri í ár!

Formleg lok skíðavertíðar á vegum okkar Ullunga verða á morgun, uppstigningardag, við skála félagsins í Bláfjöllum. Dagskrá hefst kl 11:00 með göngukeppni barna og unglinga, spor + þrautir, að því loknu verður „samhristingsganga“ fyrir alla á flötinni við skálann og síðan grillaðar pylsur. Að því loknu er ekki ólíklegt að farin verði hópganga út í buskann en skíðafæri er frábært, nægur snjór upp um alla heiði og víðar, einnig verður lagt tvöfalt spor upp á heiði og inn í Kerlingadal.

Allt skíðagöngufólk er hvatt til að mæta og njóta frábærs skíðafæris og veðurblíðu – munið eftir sólvörninni.

Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur