Þóroddur formaður hringdi úr Bláfjöllum um klukkan 17.30 í dag fimmtudag og var þá alsæll á skíðum í Bláfjöllum. Þar var fínt spor sem liggur alla vega eitthvað upp á heiðina, kalt en logn.
Veðurspáin fyrir helgina virðist vera eitthvað svipuð, þ.e. kalt og logn, þannig að vonandi er góð skíðahelgi framundan, en stefnt er að því að Þóroddstaðir verði opnir 10-17 báða daga.