Laugardgsmorgun 3. desember

Æfing fyrir börn og unglnga verður á golfvellinum í Garðabæ (GKG) kl 12:30 í dag.
Ágætis spor er á golfvellinum í Garðabæ, líklega 1,5 km +. Frést hefur af um 0,5 km spori, lagt með spora, meðfram Ægissíðunni frá Hofsvallagötu. Í Bláfjöllum verður væntanlega a.m.k. hringurinn um sléttuna við Skálann, nánari fréttir koma væntanlega inn á síðu svæðisins. Frést hefur að lyftur í Ártúnsbrekku og Grafarholti verði opnaðar í dag, ekki vitað um möguleika til að vera þar á gönguskiðum en fólk treður líka trúlega spor víða innan borgarinnar, t.d. í Fossvogsdal og á móts við Salasundlaug þ.e. efri hluta golfvallar GKG.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur