Laugardagur 25. febrúar – Námskeið í skíðagöngu fyrir almenning

Nú er besti tími vetrarins til skíðagöngu framundan og nóg er af snjónum í Bláfjöllum.

Þriðja námskeiðið í skíðagöngu fyrir almenning verður á laugardaginn. Námskeiðið hefst kl. 12:30 og lýkur kl 14:00, þeir þátttakendur sem þurfa skíðabúnað (takmarkaður fjöldi getur leigt búnað hjá okkur) eru beðnir að koma kl. 12:00. Námskeiðið kostar kr. 1000 og skíðabúnaður fyrir námskeiðið kr. 500 og greiðist við upphaf námskeiðsins (enginn posi).

Skráning hér til hliðar.

Fylgist með skilaboðum hér á síðunni á laugardagsmorgun ef fresta verður námskeiðinu vegna veðurs.
Þóroddur F.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur