Landsmótið, góður dagur í Bláfjöllum

Keppni í skíðagöngu á Skíðamóti Íslands hélt áfram í Bláfjöllum í dag. Það hafði snjóað talsvert um nóttina og fyrr um daginn en skömmu áður en keppnin hófst stytti upp og sólin fór að skína gegnum þunnar þokuslæður sem komu og fóru. Þetta varð því dýrðardagur í frábæru veðri og allgóðu skíðafæri þótt snjórinn væri reyndar nokkuð blautur og þungur.

Keppt var í göngu með frjálsri aðferð. Konur gengu einn 5 km hring og Íslandsmeistari varð Magnea Guðbjörnsdóttir SÓ, í öðru sæti varð Veronika Lagun SKA og þriðja varð Svava Jónsdóttir SÓ.

Piltar 17-19 ára gengu 10 km eða tvo hringi. Íslandsmeistari varð Gunnar Birgisson Ulli, annar varð Sindri Freyr Kristinsson SKA en þriðji keppandinn í flokknum, Kristinn Þráinn Kristjánsson SKA var svo óheppinn að brjóta skíði og lauk því ekki keppni.

Í flokki karla 20 ára og eldri varð Íslandsmeistari Brynjar Leó Kristinsson SKA, annar varð Sævar Birgisson SÓ og þriðji Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ.

Veitt voru verðlaun körlum í aldursflokknum 35-49 ára og þar var hlutskarpastur Sigurbjörn Þorgeirsson SÓ, annar Einar Ólafsson SFÍ og þriðji Gunnlaugur Jónasson Ulli.

Heildarúrslit tveggja fyrstu daganna má sjá hér:  Úrslit 2011

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur