Það er hefð á Skíðamóti Íslands og Unglingameistaramóti Íslands að bjóða til KÖKU VEISLU. Við Reykvíkingar getum auðvitað ekki verið neinir eftirbátar annarra í þeim efnum og því verðu efnt til KÖKU VEISLU í tengslum við verðlaunaafhendinguna á laugardaginn 2. apríl.
Engin veisla verður nema einhverjir baki í hana og þar komið þið öll sterk inn þeir sem geta hjálpað við þennan lið mótsins eru beðnir að baka hvern í kapp við annan. Við munum síðan upplýsa ykkur betur um framkvæmd og mótöku á bakkelsi.
Þóroddur F.