Miðvikudagskvöldið 6. desember heldur Skíðagöngufélagið Ullur sitt árlega kynningarkvöld í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal kl 20:00, 2. hæð.
Veturinn gat ekki byrjað betur en hann gerði með frábæru skíðafæri í nokkrar vikur strax í nóvember og því hlýtur að vera kominn eldmóður í alla skíðamenn. Þess vegna fjölmennum við á þennan fund hvort sem við höfum stundað íþróttina áður eða ekki.
Þarna verður kynnt starf vetrarins, bæði námskeið og mót.
Sem fyrr, þá bjóðum við bæði upp á lengri og styttri námskeið fyrir byrjendur og einnig verða æfingar fyrir lengra komna og þá sem hyggja á þátttöku í mótum. Að auki ætlum við að bjóða hópum einkanámskeið.
Í lokin verða síðan helstu verslanir með skíðagönguvörur með kynningu á því sem þær hafa að bjóða og en félagar í Ulli fá ríflegan afslátt í þeim verslunum.