Kynningarfundur um æfingar fyrir þá sem stefna á Fossavatnsgönguna

IMG_20150430_175510Skíðagöngufélagið Ullur verður með kynningu á starfi vetrarins fyrir hlaupara og aðra áhugasama sem stefna á Landvættinn eða bara að njóta góðrar útivistar í vetur. Á fundinum mun Einar Ólafsson fara í gegnum helstu atriði sem þarf að hafa í huga fyrir Fossavatnsgönguna næsta vor. Þar má helst nefna óskir um æfingar fyrir veturinn, mismunandi tegundir skíða (áburðar eða áburðarfrí) og annar nauðsynlegur búnaður sem er passlegur í jólapakkann, æfingar með eða án skíða, keppnir vetrarins sem upphitun fyrir Fossavatn, félagsstarf og aðstaða Ullar í Bláfjöllum og allt annað sem okkur dettur í hug að ræða.

Fundurinn verður haldinn 8. desember í húsnæði ÍSÍ að Engjateig 6, sal E. Áður en fundurinn hefst eða um kl 20:00 munum við vera með mismunandi tegundir skíða (áburðarskíði, riffluð og skinn) og annan útbúnað til sýningar fyrir gesti. Fundurinn byrjar 20:30 þannig að það er gott að vera kominn tímanlega.

Deila

Facebook
Twitter

Nýlegar færslur