Fimmtudagskvöldið 7. nóvember heldur Skíðagöngufélagið Ullur sitt árlega kynningarkvöld í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal kl. 20:00.
Á fundinum verður kynning á starfi vetrarins, bæði námskeið og mót.
Sem fyrr, þá bjóðum við bæði upp á lengri og styttri námskeið í vetur fyrir byrjendur og aðeins lengra komna en einnig verður boðið upp á æfingar fyrir þau sem hyggja á þátttöku í mótum, t.d. Íslandsgöngunum. Auk þess verður boðið upp á einkanámskeið fyrir hópa.
Í lokin verða nokkrar verslanir með kynningu á sínum skíðagönguvörum en félagar í Ulli fá ríflegan afslátt í þeim verslunum.
Við hvetjum fólk til að fjölmenna á fundinn hvort sem það hefur stundað íþróttina áður eða ekki. Kjörið tækifæri til að endurnýja kynnin við skíðagöngufélaga.
Sjáumst.